,,I propose that you, the business leaders gathered in Davos, and we, the United Nations, initiate a global compact of shared values and principles, which will give a human face to the global market."
Kofi Annan, Aðalritari Sameinuðu þjóðanna 1997-2006
Upphaf sáttmála Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, má rekja aftur til ársins 1999 þegar Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kynnti átak til að efla samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja á heimsvísu. Tilgangurinn var að stuðla að því að hið alþjóðlega viðskiptalíf fylgdi sameiginlegum gildum um ábyrga starfshætti.
Sáttmálinn tók gildi árið 2000 og felur í sér leiðarljós fyrir fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu ábyrgra starfshátta.
UN Global Compact heyrir undir framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres sem er jafnframt starfandi stjórnarformaður.
Sanda Ojiambo, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, er framkvæmdastjóri UN Global Compact.
UN Global Compact eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni.
UN Global Compact (UNGC) er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og atvinnulífs um ábyrga starfshætti þar sem fyrirtæki og stofnanir eru hvött til góðra verka í þágu samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.
Global Compact er ákall til fyrirtækja um að aðlaga rekstur og starfsemi sína þannig að hún byggir á tíu meginmarkmiðum sáttmálans sem skipta má í fjóra flokka mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og varnir gegn spillingu.
Hlutverk Global Compact er þannig fyrst og fremst að styðja við og hvetja fyrirtæki á sinni vegferð í ábyrgum rekstri og sjálfbærni á grundvelli tíu meginmarkmiða Global Compact og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lögð er áhersla á að aðilar að UN Global Compact fái tækifæri til að læra, vera leiðandi, efla tengslanetið og miðla árangri.
Með þátttöku í Global Compact skuldbinda fyrirtæki sig til þess að innleiða tíu meginmarkmið í starfsemi sína. Þannig eru fyrirtæki ekki aðeins að halda uppi grunnskyldum sínum gagnvart fólki og umhverfi, heldur einnig skapa verðmæti fyrir atvinnulífið og samfélagið ásamt því að leggja grunn að árangri til lengri tíma.