UN Global Compact á Íslandi

UN GLOBAL COMPACT ÍSLAND

Eitt markmiða í stefnu UN Global Compact er að fjölga löndum með staðbundna starfsemi (e. Country Network). 


Í lok árs 2022 var ákveðið að ráða svæðisstjóra UN Global Compact á Íslandi með áformum um að auka áhrif framtaksins á Íslandi. Vorið 2023 tók ráðgjafaráð (e. Leadership Council) UN Global Compact á Íslandi til starfa. Hlutverk ráðgjafaráðsins var að styðja við starfsemina og undirbúa stofnun félagsins á Íslandi. Þann 22. janúar 2025 var félagið, UN Global Compact Island formlega stofnað. 


Tilgangur félagsins er að stuðla að ábyrgum viðskiptaháttum og sjálfbærni íslensks atvinnulífs á grunni tíu meginreglna UNGC og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 


Markmið félagsins er að auka vitund, skilning og þekkingu á sjálfbærni og mikilvægi hennar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag, að stuðla að samvinnu og samtali milli atvinnulífs, hins opinbera, menntastofnana og almennings um framgang sjálfbærar þróunar, og styðja þátttakendur við að innleiða sjálfbæra stefnu og starfshætti í samræmi við meginreglur UN Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Stjórn UN Global Compact Ísland

Aðalheiður Snæbjarnardóttir, formaður - Landsbankinn


Bergþóra H. Skúladóttir, Embla Medical


Hjördís Lára Hlíðberg, JBT Marel


Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun


Kristín Þöll Skagfjörð Sigurðardóttir, Samtök atvinnulífsins


Kristján Rúnar Kristjánsson, Íslandsbanki


Margrét Helga Guðmundsdóttir, Deloitte


Vicki Preibisch, varaformaður, Controlant


Þóra Rut Jónsdóttir, Advania Ísland


STARFSFÓLK

Auður Hrefna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Excecutive Director

gudmundsdottir@unglobalcompact.org


Friðsemd Sveinsdóttir, verkefnastjóri
Participant Coordinator

fridsemd.sveinsdottir@unglobalcompact.org


Share by: