VERKFÆRI


UN Global Compact hefur þróað ýmis hagnýt verkfæri sem spanna ólíka þætti á sviði sjálfbærni.

Verkfærunum er ætlað að veita dýpri skilning á þeim skuldbindingum sem felast í þátttöku í UN Global Compact og hvernig má innleiða sjálfbærni á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsréttinda, umhverfismála og vörnum gegn spillingu í kjarnarekstur fyrirtækja. 

Living Wage Analysis tool - Greiningartól fyrir mannsæmandi laun 


Tveir þriðju hlutar launafólks í heiminum starfa í einkageiranum og því geta fyrirtæki haft mikil áhrif þegar kemur að því að draga úr fátækt á heimsvísu. Með því að nýta greiningartólið, geta fyrirtæki lagt mat á stöðu sína þegar kemur að mannsæmandi launum í starfsemi sinni og í gegnum virðiskeðjuna.  


Greiningartólið er byggt á alþjóðlegum stöðlum sem þróaðir eru af ILO (Alþjóðavinnumálastofnuninni) og leiðarljósum Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi. Það er þróað í samvinnu við leiðandi fyrirtæki og stofnanir í gegnum vinnuhópinn UN Global Compact Think Lab on Living Wage 

Um er að ræða notendavænt stafrænt tól sem hjálpar þátttökufyrirtækjum að meta núverandi stefnu sína, greina áhættur og tækifæri og setja sér raunhæf markmið. Matið er sett fram á skýru sniði þannig að fyrirtæki geti auðveldlega greint tækifæri til úrbóta.


Leiðbeiningar: Achieving the Living Wage Ambition: Reference Sheet and Implementation Guidance | UN Global Compact 


SKOÐA GREININGARTÓL FYRIR MANNSÆMANDI LAUN

Decent Work Toolkit for Sustainable Procurement - Verkfærakassi fyrir sjálfbær innkaup 


Innkaupateymi gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að skapa sjálfbærar aðfangakeðjur. Greiningartækinu er ætlað að styðja innkaupateymi til að til að tileinka sér sjálfbæra starfshætti og þannig efla ábyrga viðskiptahætti í aðfangakeðjum fyrirtækisins.

 

Með greiningartólinu geta innkaupateymi fyrirtækja kynnt sér kröfur varðandi vinnuaðstæður og mannréttindi, og mótað ramma um sjálfbær innkaup. 


SKOÐA VERKFÆRAKASSA UM SJÁLFBÆR INNKAUP


WEP Gender Gap Analysis Tool - Greiningartól fyrir jöfn tækifæri  á vinnumarkaði 


UN Global Compact og UN Women hafa þróað greiningartæki til að styðja fyrirtæki í að meta frammistöðu sína þegar þegar kemur að kynjajafnrétti og greina áskoranir og tækifæri til umbóta. 


Greiningartólið er notendavænt og byggt á alþjóðlegum stöðlum eins og Women’s Empowerment Principles og þróað í samráði við yfir 170 fyrirtæki á heimsvísu. 


SKOÐA GREININGARTÓL FYRIR JÖFN TÆKIFÆRI Á VINNUMARKAÐI

UN LBGTIQ+ Standards Gap Analysis Tool  - Greiningartól fyrir jafnrétti og inngildingu 


Þetta tól styður fyrirtæki í að efla heilbrigða vinnustaðamenningu. Með tólinu geta fyrirtæki metið stefnu, núverandi starfshætti og menningu út frá siðareglum Sameinuðu þjóðanna um bann gegn mismunun og greint tækifæri til úrbóta í þágu jafnréttis og inngildingar LBGTIQ+. Greiningartólið gagnast fyrst og fremst mannauðsteymum, stjórnendum og regluvörslu. 


LGBTIQ+ people | United Nations 


SKOÐA GREININGARTÓL FYRIR JAFNRÉTTI OG INNGILDINGU


Water Stewardship Toolbox - Verkfærakassi til að stjórna vatnsáættu  


Stærstu sjálfbærniáskoranir heimsins snúa meðal annars að vatni. Fyrirtæki geta nýtt tólið til að draga úr vatnstengdri áhættu auk þess að bæta vatnsnýtingu, draga úr umhverfisáhrifum, vernda mikilvægar vatnsauðlindir og styrkja aðfangakeðjuna. Verkfærakassinn nýtist starfsfólki í sjálfbærniverkefnum og stjórnendum, þar er að finna m.a. sjálfsmat (e. self assessment), dæmisögur (e. business cases) og handbækur (e. self tranining handbook). 


SKOÐA VERKFÆRAKASSA TIL AÐ STJÓRNA VATNSÁHÆTTU


Share by: