Okkar metnaður er að styðja við jákvæð áhrif fyrirækja um allan heim og hraða framförum í sjálfbærni
Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum rekstri er að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif starfseminnar.
Aukið traust viðskiptavina og fjárfesta, bætt ímynd og arðbærri rekstur eru dæmi um jákvæð áhrif af þátttöku í Global Compact. Umfram allt sýnir þátttaka í UNGC að fyrirtækinu er annt um fólk, umhverfi og samfélag.
Samvinna er lykilatriði þegar kemur að því að ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Þannig skapast nýjar hugmyndir, lausnir og viðskiptatækifæri sem bæta hag allra.
Aðilar að UN Global Compact taka þátt í að breyta heiminum til hins betra. Þeir stuðla að minni fátækt, heilbrigðara vinnuumhverfi, auknum jöfnuði og minni umhverfisáhættu.
Öll fyrirtæki, óháð stærð og atvinnugrein,
geta lagt sitt að mörkum til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Með því að hafa
tíu meginreglur UN Global Compact að leiðarljósi flýta fyrirtæki fyrir árangri á sviði sjálfbærni og hvetja um leið önnur fyrirtæki til að axla ábyrgð.
Styrkja starf UN Global Compact
Einstaklingar og fyrirtæki geta lagt sitt að mörkum til að styrkja starf UN Global Compact. Það er hægt með því að
gerast aðili að Global Compact
og
með frjálsum framlögum.