Hraðlar
VIÐSKIPTA- OG MANNRÉTTINDAHRAÐALL 2026
(e. Business and Human Rights Accelerator (BHRA))
Frá skuldbindingum til aðgerða í þágu mannréttinda 2026
Íslenskum fyrirtækjum í UN Global Compact bauðst að taka þátt í viðskipta- og mannréttindahraðlinum í fyrsta skiptið vorið 2025. Við endurtökum leikinn vorið 2026!
Viðskipta- og mannréttindahraðallinn er námskeið fyrir þátttakendur í UN Global Compact þvert á atvinnugreinar og svæði. Námskeiðið fer fram frá janúar til júní 2026.
Þetta hagnýta námskeið styður fyrirtæki í að fara frá skuldbindingum til aðgerða í þágu mannréttinda og vinnuréttinda með því að nýta eigin gögn og framkvæma áreiðanleikakönnun.
Námskeiðið er haldið af höfuðstöðvum en staðarlotur fara fram á Íslandi fyrir okkar þátttakendur.
Hefur þú áhuga? Vinsamlega hafðu samband við skrifstofu á
infoiceland@unglobalcompact.org
til að fá nánari upplýsingar.
UMHVERFIS-OG LOFTSLAGSHRAÐALL
(e. Climate Ambition Accelerator)
Flýttu framförum og settu vísindaleg loftslagsmarkmið (SBTi)
Stefnir fyrirtæki þitt á að setja vísindaleg loftslagsmarkmið (e. Science Based Targets) um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Eru tæknilegar kröfur og viðmið flókin og yfirþyrmandi?
Climate Ambition Accelerator er sex mánaða námskeið sem styður fyrirtæki til þess að setja sér vísindalega miðuð loftslagsmarkmið (Science Based Targets). Markmið námskeiðsins er að veita fyrirtækjum þá þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að samræma aðgerðir þeirra við markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu hækkun og um leið að stefna að kolefnishlutleysi árið 2050.
Þátttakendur auka þekkingu sína samhliða því að efla tengslanet og læra af öðrum þátttakendum. Þátttakendur fá enn fremur tækifæri til að vinna að eigin loftslagsgögnum og áætlunum undir leiðsögn sérfræðinga.
Hefur þú áhuga? Vinsamlega hafðu samband við skrifstofu á
infoiceland@unglobalcompact.org
til að fá nánari upplýsingar.