Tíu meginmarkmið
UN Global Compact

Markmið 1: Fyrirtæki styðji og virði vernd alþjóðlegra mannréttinda.

Markmið 2: Fyrirtæki tryggi að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.


Markmið 3: Fyrirtæki styðji við félagafrelsi og viðurkenni að fullu rétt til kjarasamninga.

Markmið 4:  Fyriræki útiloki nauðungar- og þrælkunarvinnu.

Markmið 5: Fyrirtæki útiloki barnavinnu.

Markmið 6: Fyrirtæki útiloki misrétti til vinnu og starfsvals.

Markmið 7: Fyrirtæki styðji beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.

Markmið 8: Fyrirtæki sýni frumkvæði til aukinnar ábyrgðar í umhverfismálum.

Markmið 9: Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

Markmið 10: Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Tíu meginmarkmið UN Global Compact styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.


Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna tíu meginmarkmið Global Compact við heildarstefnu fyrirtækisins og þannig skilja að góðir starfshættir eða nýsköpun á einu sviði, geta ekki bætt upp fyrir að valda skaða á öðru.


Meginmarkmiðin tíu eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála, umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.


"I am deeply convinced

that there is no other way

to deal with global

challenges, than with

global responses."
António Guterres,
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna


Share by: