Við viljum flýta fyrir árangri

Þátttaka í UN Global Compact er opin fyrirtækjum úr öllum atvinnugreinum

Umsókn

Af hverju að gerast aðili að UN Global  Compact?


Gott fyrir viðskiptin

UN Global Compact er alþjóðlega viðurkennt kerfi sem staðfestir aðgerðir fyrirtækja í sjálfbærni. Stóraukin áhersla á sjálfbærni og heilbrigða viðskiptahætti er hluti af sífellt vaxandi kröfum neytenda um allan heim auk þess sem lagaumhverfi fyrirtækja markast sífellt meir af málefnum sjálfbærni. Þessi þróun er komin til að vera. Þátttaka í Global Compact skerpir á sjalfbærniaðgerðum fyrirtækja og er liður í að auka trúverðugleika og styrkja orðspor.


Einfaldur leiðarvísir

Að skilja hvað felst í sjálfbærni og ábyrgð fyrirtækja í því samhengi er viðamikið og flókið verkefni. Global Compact er einfaldur og markviss leiðarvísir sem aðstoðar fyrirtæki við að ramma inn stefnu fyrirtækisins á sviði sjálfbærni og tengja hana við grundvallargildi í rekstri. Global Compact hentar fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjálfbærni sem og þau sem eru lengra komin.


Stuðningur og fræðsla

Aðilar að Global Compact fá aðgang að stuðnings- og fræðsluefni sem er byggt á umfangsmikilli þekkingu og reynslu færustu sérfræðinga. Þetta eru m.a. rafræn námskeið, viðburðir, þátttaka í Hraðlinum (e. Accelerator) og jafningjafræðslu, aðgengi að skýrslum og leiðbeiningum ásamt öðrum verkfærum sem hægt er að nýta eftir þörfum. Að lokinni fræðslu fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá UNGC Academy.

Sýnilegur árangur

Með þátttöku í Global Compact fá fyrirtæki tækifæri til að taka virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og geta þannig aukið áhrif og hraðað árangri í sjálfbærni. Þátttakendur í Global Compact sýna fram á árangur og framfarir gagnvart tíu meginmarkmiðum UNGC og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í gegnum stafrænan gangagrunn (CoP) sem eru birtar á heimasíðu UN Global Compact. Aðilar að Global Compact hafa leyfi nota lógó UN Global Compact í markaðs-og kynningarefni sínu.


Öflugt alþjóðlegt tengslanet

Með þátttöku verður fyrirtækið hluti af alþjóðlegu tengslaneti Global Compact þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að miðla bestu aðferðum. Við erum með þátttakendur í nær öllum atvinnugreinum í 162 löndum. Aðilar að Global Compact hafa kost á að taka þátt í viðburðum samtakanna um allan heim.


Samvinna Norðurlanda

Hér á landi verður lögð áhersla á að efla norrrænt tenglsanet, þar sem íslenskum fyrirtækjum gefst tækifæri til að taka þátt í viðburðum, lengri námskeiðum og skipulögðum fundum og ráðstefnum, þar sem fyrirtæki koma saman og miðla reynslu sinni.

Hverjir geta sótt um að gerast aðilar að Global Compact?

Þátttaka í UN Global Compact er opin fyrirtækjum úr öllum atvinnugreinum sem eru tilbúin að skuldbinda sig til að innleiða tíu meginreglur UN Global Compact í rekstur sinn. Sem mikilvægir hagsmunaaðilar geta samtök og stofnanir sem eru ekki í atvinnurekstri orðið aðilar að UN Global Compact. Þátttaka er óháð fjölda starfsfólks og veltu.

UN Global Compact samþykkir ekki öll fyrirtæki sem aðila. Sem dæmi um fyrirtæki sem geta ekki tekið þátt má nefna fyrirtæki í tóbaks-og vopnaframleiðslu.
Nánari upplýsingar um hverjir geta sótt um.


UN Global Compact eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni. Hægt er að styrkja samtökin með því að gerast aðili að Global Compact og með frjálsum framlögum.

Allir lögaðilar sem taka þátt í viðskiptum, svo sem hlutafélag eða sameignarfélag, með að minnsta kosti 250 starfsmenn í föstu starfi og/eða ríkisfyrirtæki.

Lítil og meðalstór fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn. Fyrirtæki þurfa að hafa að minnsta kosti einn fastan starfsmann og virkan rekstur.

Félög og stofnanir sem falla undir eftirfarandi flokka; háskólar, viðskiptasamtök, borgir og sveitarfélög, hagaðilar, opinberar stofnanir og samtök um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Skuldbinding


Með þátttöku skuldbinda fyrirtæki sig til þess að aðlaga reksturinn að tíu meginmarkmiðum UN Global Compact og grípa til aðgerða þar sem þess er þörf.


Fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir því hvernig sjálfbærnimálum er háttað innan fyrirtækisins og skila inn árlegri framvinduskýrslu (e. Communication on Progress (CoP)). Þannig miðla fyrirtæki upplýsingum um stöðu sjálfbærnimála með einföldum hætti á mælanlegan og gagnsæjan hátt. 


Til að taka þátt í Global Compact Sameinuðu þjóðanna þarf  skuldbindingu forstjóra eða formanni stjórnar. Með því hefur fyrirtækið skuldbundið sig til að axla grundvallarábyrgð á fjórum sviðum: mannréttindum, vinnuafli, umhverfi og baráttu gegn spillingu. 


Eftirfylgni með framvindu er okkur mikilvæg. Þess vegna þurfa þátttakendur að skila árlega inn upplýsingum um framfarir, CoP, þar sem gerð er grein fyrir aðgerðum til að starfa á ábyrgan hátt og fylgja meginmarkmiðunum tíu. Samhliða þarf að skila inn yfirlýsingu, (e. Letter of Commitment) um áframhaldandi skuldbindingu. Yfirlýsingu og upplýsingum er miðlað í gegnum stafrænan gagnagrunn.


Auk þess að skila árlegri framvinduskýrslu er gert ráð fyrir virkri þátttöku fyrirtækja á staðarvísu og að þau nýti sér margvísleg tækifæri sem boðið er upp á af hálfu UN Global Compact.


Allir þátttakendur verða að leggja fram árlegt fjárframlag til að styðja við starf UN Global Compact. Framlag þátttakenda gerir okkur kleift að veita áframhaldandi stuðning við þúsundir þátttakenda víðsvegar um heiminn og knýja fram framfarir í sjálfbærni fyrirtækja hérlendis.

Hvernig er sótt um?


1. Fyrirtæki ákveða sjálfviljug að verða hluti af UNGC, að styðja við meginmarkmiðin tíu og gefa skýrslu einu sinni á ári (CoP) um framvindu aðgerða til að uppfylla þær. Fylgst er með framvindu þátttakenda af hálfu yfirstjórnar UN Global Compact.


2. Umsóknarferlið hefst með gerð formlegrar yfirlýsingar (e. Letter of Commitment) af hálfu forstjóra fyrirtækis eða formanni stjórnar. Bréfið byggir á eftirfarandi fyrirmynd.


3. Eftir að hafa undirbúið og undirritað yfirlýsinguna verður að fylla út þar til gerða umsókn, sem lögð er fram samhliða yfirlýsingu, staðfestingu um lögformlega skráningu fyrirtækis ásamt almennum upplýsingum um fyrirtækið og tengiliðaupplýsingar.
Leiðbeiningar með umsókn.


4. Eftir að hafa fyllt út umsókn á réttan hátt mun fyrirtækið fá tilkynningu og færast yfir á næsta skref í umsóknarferlinu.


5. Teymi UNGC mun fara yfir umsókn fyrirtækisins, ganga úr skugga um að fyrirtækið sé stofnað í samræmi við lög, að það hafi ekki verið beitt refsiaðgerðum af hálfu SÞ og að það uppfylli röð viðmiða í samræmi við staðla UNGC um gæði og heiðarleika. Þetta ferli felur meðal annars í sér: útilokunarsíur, áreiðanleikakönnun og áhættu- og heiðarleikagreiningu.


5. Fyrirtækið mun fá svar frá Global Compact um hvort umsókn þess hafi verið samþykkt eða ekki.


6. Þegar áreiðanleikakönnun er lokið, og ef umsókn félagsins hefur  verið samþykkt, verður tengiliðurinn látinn vita og félagið mun formlega ganga inn í UN Global Compact og verða hluti þátttakenda sem hægt er að skoða hér.

Gjaldskrá

UN Global Compact eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni.

Meðfylgjandi er gjaldskrá UN Global Compact fyrir fyrirtæki í löndum með staðbundna starfsemi. Gjaldskráin tekur gildi 1. mars 2023.

Gjöldin eru samningsbundin fyrir alla þátttakendur í UN Global Compact þ.m.t. fyrirtæki undir 50 milljónum USD, dótturfélög, félög og stofnanir. 

Share by: