"Our biggest challenge in this new century is to take an idea that seems abstract - sustainable development - and turn it into a reality for all the world's people"

Kofi Annan

Til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þarf sameiginlegt átak á öllum sviðum samfélagsins og atvinnulífið gegnir þar veigamiklu hlutverki. Hin tíu meginmarkmið UN Global Compact styðja helstu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fyrirtæki geta notað Global Compact til þess að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir sjálfbærnistefnu sinni og hvernig henni er framfylgt.

17 markmið til betri heims

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015.


Heimsmarkmiðunum er ætlað að leiða til betra lífs á jörðinni með því að taka til fimm meginþátta; mannkyns, umhverfis, hagsældar, friðar og samstarfs.


Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. 


Vefur Stjórnarráðs Íslands um Heimsmarkmið SÞ

Tölfræði Heimsmarkmiða SÞ á heimasíðu Hagstofunnar

Nánar um heimsmarkmið SÞ á heimasíðu UNGC

Share by: