Viðskipta- og mannréttindahraðall UN Global Compact
(e. Business and Human Rights Accelerator (BHRA))
Skráningarfrestur til 17. janúar 2025
Frá skuldbindingum til aðgerða í þágu mannréttinda
Viðskipta- og mannréttindahraðallinn er námskeið fyrir þátttakendur í UN Global Compact þvert á atvinnugreinar og svæði.
Þetta hagnýta námskeið styður fyrirtæki í að fara frá skuldbindingum til aðgerða í þágu mannréttinda og vinnuréttinda með því að nýta eigin gögn og framkvæma áreiðanleikakönnun.
Lýsing
Hugmyndin um mannréttindi er jafn einföld og hún er sterk: Að allt fólk eigi rétt á því að komið sé fram við það með reisn.
Fyrirtæki hafa ekki eingöngu áhrif á mannréttindi eigin starfsfólks heldur einnig á mannréttindi starfsfólks í aðfangakeðjum, réttindi neytenda og samfélagsins, þar sem starfsemin fer fram. Atvinnulífið hefur beint og óbeint áhrif á nánast allt litróf alþjóðlega viðurkenndra mannréttinda.
Áreiðanleikakönnun vegna mannréttinda og umhverfismála (e. Due diligence for Human rights and the Environment) verður brátt skylda vegna nýrrar tilskipunar ESB sem gert er ráð fyrir að verði innleidd á Íslandi innan fárra ára. Enn er verið að semja um nákvæmar skilgreiningar lagafyrirmæla á vettvangi ESB. Hingað til hefur aðeins verið gert ráð fyrir að stærri fyrirtæki verði fyrir beinum áhrifum á meðan smærri fyrirtæki gætu eingöngu staðið frammi fyrir kröfum um áreiðanleikakönnun frá viðskiptavinum sem féllu undir skilgreiningu um stærri fyrirtæki. Þetta er ein ástæða til þess að minni fyrirtæki fjárfesti í þjálfun til að fara í gegnum áreiðanleikakönnun á sviði mannréttinda.
Markmið
- Að þekkja þá ábyrgð sem fyrirtæki bera þegar kemur að því að virða mannréttindi og vinnuréttindi, sbr. Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarreglur og réttindi á vinnustöðum.
- Að vita hvernig á að hefja áreiðanleikakönnun í samræmi við alþjóðlega staðla.
- Að vita hvernig á að tilkynna og miðla upplýsingum úr áreiðanleikakönnun á stöðu mannréttinda, m.a. í gegnum Communication on Progress (CoP) sem er opinn gagnagrunnur um framvindu þátttakenda í UN Global Compact.
Að námskeiði loknu (e. learning outcome):
- Alhliða skilningur:
Hraðallinn hjálpar þátttakendum að öðlast skipulagða yfirsýn og veitir ítarlega þekkingu á mannréttindum og réttindum á vinnumarkaði. Námskeiðið byggir á alþjóðlegum stöðlum og viðmiðum líkt og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarreglur og réttindi á vinnustöðum.
- Sjálfsmat:
Í gegnum námskeiðið fá þátttakendur tækifæri til að greina hvar fyrirtækið er statt á mannréttindavegferð sinni. Sjálfsmatið er mikilvægur upphafspunktur til að skilja núverandi starfshætti og greina tækifæri til úrbóta.
- Mat á áhrifum:
Hraðallinn gerir þátttakendum kleift að meta bæði raunveruleg og hugsanleg skaðleg áhrif á mannréttindi. Þetta hjálpar til við að forgangsraða aðgerðum og draga úr áhættu og tryggja að fyrirtæki virði og verndi mannréttindi innan sinnar starfsemi og í gegnum virðiskeðju.
- Aðgerðaáætlun:
Í gegnum námskeiðið fá þátttakendur leiðbeiningar til að þróa viðeigandi aðgerðaáætlun með einföldum mælikvörðum.
- Þátttaka hagsmunaaðila:
Árangursrík samskipti við hagsmunaaðila eru lykilþáttur í ábyrgum viðskiptum. Á námskeiðinu er farið yfir hagnýtar aðferðir til að virkja hagsmunaaðila, skilja þeirra sjónarmið og samþætta þau starfsemi fyrirtækisins.
- Samskipti og skýrslugerð:
Farið verður yfir hvernig á að miðla upplýsingum varðandi mannréttindi á áhrifaríkan hátt. Þetta felur í sér formlegt upplýsingaferli og CoP skýrsluna (Communication on Progress).
- Úrbætur og kvartanir:
Skilningur á úrræðum og leiðum til að koma athugasemdum á framfæri er mikilvæg forsenda þess að geta tryggt mannréttindi innan fyrirtækja. Á námskeiðinu fá þátttakandur yfirsýn yfir mismunandi tegundir úrræða og leiða, þar á meðal kvörtunarkerfi (e. grievance mechanism).
- Alþjóðlegt tengslanet:
Þátttaka í hraðlinum gefur tækifæri til að vera hluti af alþjóðlegu tengslaneti, eiga samskipti við fyrirtæki á svipaðri vegferð og læra af samstarfsaðilum Sameinuðu þjóðanna sem eru sérfræðingar á sviði mannréttinda og fyrirtækjareksturs. Tengslanetið býður upp á ómetanlegan stuðning til að deila reynslu og takast sameiginlega á við áskoranir við gerð áreiðanleikakönnunar á sviði mannréttinda.
- Viðurkenning:
Að námskeiðinu loknu fá þátttakendur skírteini sem sýnir fram á skuldbindingu og þekkingu á sviði mannréttinda.
Uppsetning námskeiðs
1. hluti
Fjallað er um mannréttinda- og vinnureglur UN Global Compact, leiðarljós Sameinuðu þjóðanna (UN Guiding Principles) og ferli áreiðanleikakönnunar á sviði mannréttinda. Í þessum hluta er lögð áhersla á að þátttakendur fái tækifæri til að nýta eigin gögn og greina stöðu mála.
2. hluti
Virðiskeðja fyrirtækisins skoðuð og þátttakendur greina hugsanleg áhrif og áhættuþætti er varða mannréttindi og vinnuréttindi.
3. hluti
Í þessum hluta eru mikilvæg mannréttindaáhrif sett í forgang og lögð áhersla á að þátttakendur skilji aðkomu sína að þeim áhrifum. Fjallað verður um og tengt við ESB sjálfbærnireglugerðir og tilskipanir (CSRD og CSDDD) auk þess sem tengsl umhverfis og mannréttinda eru sérstaklega skoðuð.
4. hluti
Í þessum hluta þróa þátttakendur aðgerðaráætlun auk aðgerða og tengdra mælikvarða.
5. hluti
Fjallað verður um samskipti við ýmsa hagsmuna aðila, innan og utan fyrirtækisins, upplýsingagjöf og hvernig má að virkja hagsmunaaðila sem verða fyrir áhrifum.
6. hluti
Fjallað verður um ýmiss úrræði og leiðir til að taka á móti kvörtunum/tilkynningum sem leiða til úrbóta.
Námsgögn
Hraðalinn samanstendur af rafrænum námskeiðum, rafrænum vinnustofum (e. Deep dive sessions), deilifundi (e. Share-sessions) auk þess sem boðið er upp á staðarlotur á Íslandi. Síðasta staðarlotan (e. Closing session) fer fram við lok námskeiðs.
Námskeiðin eru hönnuð og skipulögð af sérfræðingum á sviði mannréttinda og haldinn í samstarfi við
Shift.
Nánari upplýsingar um BHRA á ensku ásamt nánari upplýsingum um hvern hluta og námsgögn:
https://unglobalcompact.org/take-action/business-and-human-rights
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Friðsemd, verkefnastjóri, í gegnum netfangið: fridsemd.sveinsdóttir@unglobalcompact.org