Eftir Audur Gudmundsdóttir
•
8. janúar 2025
Síðustu tvö ár hafa einkennst af mikilli þróun í starfsemi UN Global Compact á Íslandi. Á þessum tíma höfum við styrkt tengsl við þátttakendur til muna, boðið upp á fræðslu, viðburði og hraðla auk þess sem við höfum unnið markvisst að því að auka samvinnu og samstarf við ýmsa hagaðila og stofnanir á Íslandi. Á sama tíma hefur verið mikil þróun í samvinnu milli höfuðstöðva UN Global Compact og staðarneta samtakanna (e. Country Networks) út um allan heim. Við erum sérstaklega stolt af samstarfi Norðurlandanna í þessu samhengi, sem heldur áfram að styrkjast, færa okkar þátttakendum þekkingu og tækifæri til að miðla sínum árangri. Stofnun félags UN Global Compact á Íslandi árið 2025 Til að styrkja umgjörð okkar og auka sjálfstæði í starfseminni er unnið að stofnun félags UN Global Compact á Íslandi (Country Network), sem verður formlega stofnað í byrjun árs 2025. Þetta félag mun gegna lykilhlutverki í að efla ábyrgð og aðkomu íslenskra þátttakenda í alþjóðlegu starfi UN Global Compact. Ósk um tilnefningar í stjórn Við leitum að fólki sem hefur skýra sýn á sjálfbærni og áhuga á að móta framtíðarstarf UN Global Compact á Íslandi. Allir þátttakendur eiga rétt á að senda tilnefningu og eru þær yfirfarnar í samráði við höfuðstöðvar samtakanna í New York. Skilyrði fyrir tilnefningu eru eftirfarandi: Að fulltrúi sem tilnefndur er, starfi hjá fyrirtæki sem er þátttakandi í UN Global Compact. Að fyrirtæki sé virkur þátttakandi í starfi samtakanna og hafi skilað inn tilheyrandi gögnum því til staðfestingar s.s. framvinduskýrslu (CoP) og hafi greitt félagsgjöld. Að fulltrúi hafi reynslu og þekkingu á sjálfbærnimálum. Fari tilnefndur aðili ekki fyrir málaflokknum innan fyrirtækis skal koma fram í umsókn skriflegur stuðningur forstjóra eða framkvæmdastjóra. Leitast er við að tryggja jafnræði og fjölbreytni við tilnefningu til stjórnar auk þess sem að: fulltrúar í stjórn komi frá ólíkum fyrirtækjum þ.e. stærð og atvinnugreinum einn fulltrúi komi frá óhagnaðardrifnu félagi (e. Non-business participant) seta fulltrúa í stjórn leiði ekki til mögulegra hagsmunaárekstra Við hvetjum áhugasöm til að senda inn tilnefningu eða tilnefna aðila sem gæti hentað í þetta mikilvæga hlutverk. Tekið er við tilnefningum til 10. janúar 2025. T ilnefningar skal senda á infoiceland@unglobalcompact.org . Tilnefningum skal fylgja upplýsingar um nafn, kennitölu, vinnustað, netfang og símanúmer ásamt stuttri umfjöllun um hvernig viðkomandi aðili uppfylli kröfur um setu í stjórn. Nánari upplýsingar veitir Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi ( gudmundsdottir@unglobalcompact.org / sími: 618-1040).