UN GLOBAL COMPACT Á ÍSLANDI

UN Global Compact er leiðandi á heimsvísu á sviði sjálfbærni fyrirtækja og stofnana. Hjá okkur færðu aðgang að fræðslu, hagnýtum verkfærum og einstöku tengslaneti til að hjálpa þínu fyrirtæki að sækja fram í þágu sjálfbærs atvinnulífs á Íslandi.

Gerast þátttakandi

Tíu meginmarkmið UN Global Compact

Viðburðir

Hvað getur UN Global Compact gert fyrir þitt fyrirtæki?
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12. mars 2025
Hvað getur UN Global Compact gert fyrir þitt fyrirtæki? Velkomin á opið rafrænt hús í mars og apríl 2025.
Nordic Meeting er samstarfsvettvangur staðarneta UN Global Compact á Norðurlöndunum. Á fundinum í ár
Eftir Audur Gudmundsdóttir 11. mars 2025
Nordic Meeting er samstarfsvettvangur staðarneta UN Global Compact á Norðurlöndunum. Á fundinum í ár verður fjallað um eitt brýnasta viðfangsefni samtímans, loftslagsvána, og það mikilvæga hlutverk sem fyrirtæki gegna til að stuðla að réttlátum umskiptum.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 8. janúar 2025
Síðustu tvö ár hafa einkennst af mikilli þróun í starfsemi UN Global Compact á Íslandi. Á þessum tíma höfum við styrkt tengsl við þátttakendur til muna, boðið upp á fræðslu, viðburði og hraðla auk þess sem við höfum unnið markvisst að því að auka samvinnu og samstarf við ýmsa hagaðila og stofnanir á Íslandi. Á sama tíma hefur verið mikil þróun í samvinnu milli höfuðstöðva UN Global Compact og staðarneta samtakanna (e. Country Networks) út um allan heim. Við erum sérstaklega stolt af samstarfi Norðurlandanna í þessu samhengi, sem heldur áfram að styrkjast, færa okkar þátttakendum þekkingu og tækifæri til að miðla sínum árangri. Stofnun félags UN Global Compact á Íslandi árið 2025 Til að styrkja umgjörð okkar og auka sjálfstæði í starfseminni er unnið að stofnun félags UN Global Compact á Íslandi (Country Network), sem verður formlega stofnað í byrjun árs 2025. Þetta félag mun gegna lykilhlutverki í að efla ábyrgð og aðkomu íslenskra þátttakenda í alþjóðlegu starfi UN Global Compact. Ósk um tilnefningar í stjórn Við leitum að fólki sem hefur skýra sýn á sjálfbærni og áhuga á að móta framtíðarstarf UN Global Compact á Íslandi. Allir þátttakendur eiga rétt á að senda tilnefningu og eru þær yfirfarnar í samráði við höfuðstöðvar samtakanna í New York. Skilyrði fyrir tilnefningu eru eftirfarandi: Að fulltrúi sem tilnefndur er, starfi hjá fyrirtæki sem er þátttakandi í UN Global Compact. Að fyrirtæki sé virkur þátttakandi í starfi samtakanna og hafi skilað inn tilheyrandi gögnum því til staðfestingar s.s. framvinduskýrslu (CoP) og hafi greitt félagsgjöld. Að fulltrúi hafi reynslu og þekkingu á sjálfbærnimálum. Fari tilnefndur aðili ekki fyrir málaflokknum innan fyrirtækis skal koma fram í umsókn skriflegur stuðningur forstjóra eða framkvæmdastjóra. Leitast er við að tryggja jafnræði og fjölbreytni við tilnefningu til stjórnar auk þess sem að: fulltrúar í stjórn komi frá ólíkum fyrirtækjum þ.e. stærð og atvinnugreinum einn fulltrúi komi frá óhagnaðardrifnu félagi (e. Non-business participant) seta fulltrúa í stjórn leiði ekki til mögulegra hagsmunaárekstra Við hvetjum áhugasöm til að senda inn tilnefningu eða tilnefna aðila sem gæti hentað í þetta mikilvæga hlutverk. Tekið er við tilnefningum til 10. janúar 2025. T ilnefningar skal senda á infoiceland@unglobalcompact.org . Tilnefningum skal fylgja upplýsingar um nafn, kennitölu, vinnustað, netfang og símanúmer ásamt stuttri umfjöllun um hvernig viðkomandi aðili uppfylli kröfur um setu í stjórn. Nánari upplýsingar veitir Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi ( gudmundsdottir@unglobalcompact.org / sími: 618-1040).
Eftir Audur Gudmundsdóttir 20. desember 2024
Transition planning offers a way to manage an organization’s responses and contributions to the transition implied by the Global Biodiversity Framework in a coherent, structured way.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12. október 2024
Námskeiðin eru opin öllum að kostnaðarlausu, í gegnum rafræna akademíu UN Global Compact. Skráning I Heimasíða Sustainability Trendwatch UN Global Compact, í samstarfi við Accenture, býður upp á röð vefnámskeiða þar sem fjalla er um nýjustu þróun og nýsköpun í sjálfbærni fyrirtækja. Námskeiðin hjálpa fyrirtækjum í að taka upplýstar ákvarðanir með nýjustu þróun og tækifæri til hliðarsjónar, og ýta þannig undir vöxt og jákvæð áhrif innan sem og utan fyrirtækisins. Þátttakendur fá: Dýrmæta innsýn frá reyndum sérfræðingum og nýsköpunarfyrirtækjum, á alþjóðlegum grundvelli Að taka þátt í veffundum sem kafa ofan í nýjustu þróun og nýsköpun í fyrirtækjasjálfbærni ásamt hagnýtum ráðum og tillögum til aðgerða Innblástur, ferskar hugmyndir og áhugaverð sjónarhorn sem hvetja þátttakendur til þess að grípa strax til aðgerða til að takast á við komandi áskoranir Nú þegar er hægt að nálgast fyrstu tvö námskeiðin á UN Global Compact Akademíunni: 🤖 “How will Gen AI change sustainable business?” ⛓️‍💥 “How can business build sustainable supply chains?” Fleiri námskeið úr námskeiðaröðinni eru væntanleg.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12. október 2024
Lítil og meðalstór fyrirtæki drífa áfram atvinnusköpun, sjálfbæran hagvöxt og draga úr fátækt hér á landi sem og á heimsvísu. Þrátt fyrir það standa þau frammi fyrir flóknum áskorunum þegar kemur að innleiðingu sjálfbærni í kjarna reksturs.
Share by: