Business and Human rights Accelerator

Audur Gudmundsdóttir • 22. desember 2023
Hraðallinn er hannaður til að aðstoða fyrirtæki við að skilgreina skyldur sínar og gera áreiðanleikakönnun í samræmi við alþjóðlega staðla þegar kemur að mannréttindum og vinnumarkaðsréttindum þvert á starfsemi og aðfangakeðjur.

Business and Human Rights Accelerator er sex mánaða námskeið sem samanstendur af rafrænum námskeiðum og vinnustofum sem fara fram í rauntíma. Námskeiðið sem hefst í febrúar 2024, er samstarfsverkefni milli UN Global Compact Network Denmark og UN Global Compact á Íslandi.

Fyrirtæki hafa mikil áhrif á mannréttindi fólks í gegnum starfsemi sína. Hvort sem þessi áhrif eru með beinum hætti, þ.e. á eigið starfsfólk eða starfsfólk í aðfangakeðjum eða með óbeinum hætti, þ.e. á endanotenda vöru eða þjónustu, þá hafa þau áhrif á nánast allt svið alþjóðlegra viðurkenndra mannréttinda.

Þar af leiðandi bera fyrirtæki ábyrgð á að efla mannréttindi þvert á starfsemi sína og aðfangakeðjur með því að koma á fót áreiðanleikakönnun í samræmi við alþjóðlega staðla. Með nýrri tilskipun ESB, sem gert er ráð fyrir að verði innleidd og taka gildi víðsvegar í Evrópu árið 2024, verður það gert að skyldu að stór fyrirtæki munu þurfa að gera grein fyrir áhrifum sínum á fólk og réttindum þeirra. Af því leiðir að stærri fyrirtæki munu kalla eftir upplýsingum frá smærri fyrirtækjum og áhrifum þeirra. 

Með þátttöku í hraðlinum munu þátttakendur auka þekkingu sína samhliða því að efla tengslanet og læra af öðrum þátttakendum. Markmið námskeiðsins er að veita fyrirtækjum þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að skilgreina skyldur sínar og gera áreiðanleikakönnun í samræmi við alþjóðlega staðla þegar kemur að mannréttindum og vinnumarkaðsréttindum, þvert á starfsemi og aðfangakeðjur.

Tímabil: Febrúar – September 2024


Business and Human Rights Accelerator er eingögnu í boði fyrir fyrirtæki sem eru aðilar að Global Compact. Nánar um að gerast aðili að UN Global Compact. 
Eftir Audur Gudmundsdóttir 8. janúar 2025
Síðustu tvö ár hafa einkennst af mikilli þróun í starfsemi UN Global Compact á Íslandi. Á þessum tíma höfum við styrkt tengsl við þátttakendur til muna, boðið upp á fræðslu, viðburði og hraðla auk þess sem við höfum unnið markvisst að því að auka samvinnu og samstarf við ýmsa hagaðila og stofnanir á Íslandi. Á sama tíma hefur verið mikil þróun í samvinnu milli höfuðstöðva UN Global Compact og staðarneta samtakanna (e. Country Networks) út um allan heim. Við erum sérstaklega stolt af samstarfi Norðurlandanna í þessu samhengi, sem heldur áfram að styrkjast, færa okkar þátttakendum þekkingu og tækifæri til að miðla sínum árangri. Stofnun félags UN Global Compact á Íslandi árið 2025 Til að styrkja umgjörð okkar og auka sjálfstæði í starfseminni er unnið að stofnun félags UN Global Compact á Íslandi (Country Network), sem verður formlega stofnað í byrjun árs 2025. Þetta félag mun gegna lykilhlutverki í að efla ábyrgð og aðkomu íslenskra þátttakenda í alþjóðlegu starfi UN Global Compact. Ósk um tilnefningar í stjórn Við leitum að fólki sem hefur skýra sýn á sjálfbærni og áhuga á að móta framtíðarstarf UN Global Compact á Íslandi. Allir þátttakendur eiga rétt á að senda tilnefningu og eru þær yfirfarnar í samráði við höfuðstöðvar samtakanna í New York. Skilyrði fyrir tilnefningu eru eftirfarandi: Að fulltrúi sem tilnefndur er, starfi hjá fyrirtæki sem er þátttakandi í UN Global Compact. Að fyrirtæki sé virkur þátttakandi í starfi samtakanna og hafi skilað inn tilheyrandi gögnum því til staðfestingar s.s. framvinduskýrslu (CoP) og hafi greitt félagsgjöld. Að fulltrúi hafi reynslu og þekkingu á sjálfbærnimálum. Fari tilnefndur aðili ekki fyrir málaflokknum innan fyrirtækis skal koma fram í umsókn skriflegur stuðningur forstjóra eða framkvæmdastjóra. Leitast er við að tryggja jafnræði og fjölbreytni við tilnefningu til stjórnar auk þess sem að: fulltrúar í stjórn komi frá ólíkum fyrirtækjum þ.e. stærð og atvinnugreinum einn fulltrúi komi frá óhagnaðardrifnu félagi (e. Non-business participant) seta fulltrúa í stjórn leiði ekki til mögulegra hagsmunaárekstra Við hvetjum áhugasöm til að senda inn tilnefningu eða tilnefna aðila sem gæti hentað í þetta mikilvæga hlutverk. Tekið er við tilnefningum til 10. janúar 2025. T ilnefningar skal senda á infoiceland@unglobalcompact.org . Tilnefningum skal fylgja upplýsingar um nafn, kennitölu, vinnustað, netfang og símanúmer ásamt stuttri umfjöllun um hvernig viðkomandi aðili uppfylli kröfur um setu í stjórn. Nánari upplýsingar veitir Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi ( gudmundsdottir@unglobalcompact.org / sími: 618-1040).
Eftir Audur Gudmundsdóttir 30. desember 2024
Árið 2024 var farsælt og viðburðaríkt hjá UN Global Compact á Íslandi. Það fjölgar áfram í hópi íslenskra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innleiða tíu meginmarkmið UN Global Compact í rekstur sinn og við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin í hópinn. Íslensk fyrirtæki hafa jafnt og þétt gerst þátttakendur í UN Global Compact frá árinu 2006 og þannig ákveðið að setja sjálfbærni í forgang í sínum rekstri. Við erum afar stolt af þessum fyrirtækjum sem eru leiðandi og mikilvæg fyrirmynd í íslensku atvinnulífi. Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir virka þátttöku í starfi UN Global Compact á árinu, ýmist með því að hafa tekið þátt í viðburðum eða með því að hafa sótt sér þekkingu. Það þarf samhent átak til að breyta heiminum til hins betra! Árið fór vel vel af stað. Í janúar og febrúar stóð þátttakendum til boða að sækja fjölmörg áhugaverð vefnámskeið sem er hluti af auknu samstarfi UN Global Compact staðarneta út um allan heim. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn í mars og af því tilefni var boðið upp á fjölbreytta fræðslu til að stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu á vegum #UNGCAcademy undir þemanu Invest in women: Accelerate progress. Hápunkturinn var árlegur og sameiginlegur viðburður meðal kauphalla á heimsvísu . Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og þáverandi forstjóri The B Team og Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs hjá Arion banka hringdu bjöllu fyrir jafnrétti kynjanna. Nasdaq Iceland, UN Global Compact á Íslandi, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu, og UN Women Ísland stóðu saman að viðburðinum hér á landi. Í apríl stóðum við fyrir tveimur áhugaverðum fræðslufundum þar sem athyglinni var beint að sjálfbærnilöggjöf. Fundurinn Mannréttindi í viðskiptum – hver eru lágmarksviðmið EU taxonomy um mannréttindi? var haldinn í samvinnu við KPMG og var gríðarlega vel sóttur. Þá var haldinn veffundur í samstarfi við Rambøll um CSRD þar sem farið var yfir reynslu og lærdóm af innleiðingu CSRD í fyrirtækjarekstur. Þá fóru einnig fram fundir UN Global Compact og Evrópusambandsins í Brussel þar sem mikilvægt samtal fór fram um stöðu evrópskra fyrirtækja þegar kemur að samkeppnishæfni og mótun nýrrar sjálfbærnilöggjafar. Augljós tenging er milli regluverks Evrópusambandssins tíu meginmarkmið UN Global Compact um ábyrga viðskiptahætti, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk Græna sáttmála Evrópusambandsins og Parísarsamkomulagsins. Það er því ljóst að fyrirtæki í UN Global Compact eru í góðri stöðu þegar kemur að nýju regluverki þar sem þau hafa þegar innleitt skýran ramma í kringum sjálfbærnimál í sínum rekstri auk þess sem þau hafa aðgang að stuðningi í gegnum fræðslu og tengslanet samtakanna. Í maí héldum við vel heppnaða vinnustofu í samstarfi við Rambøll sem var stýrt af Rakel Guðmundsdóttir. Á vinnustofunni var farið ítarlega yfir kröfur sjálfbærniupplýsingagjafar CSRD og tvöfaldrar mikilvægisgreiningar auk ESRS staðla. Þátttakendur spreyttu sig m.a. á því að framkvæma tvöfalda mikilvægisgreiningu auk þess sem líflegar umræður sköpuðust. TNFD veffundaröð UN Global Compact í Danmörku fór af stað og á fyrsta fundinum hélt Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, erindi um hvernig bankinn hefur nálgast kröfur í sjálfbærniupplýsingagjöf þegar kemur líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru. Fundurinn var vel sóttur af öðrum staðarnetum UN Global Compact og við erum mjög stolt af því að íslenskt fyrirtæki deili reynslu og þekkingu á þessum vettvangi. Í júní fór fram fyrsti fundur í hraðlinum Climate Ambition Accelerator og hófst námskeiðið formlega í ágúst. Líkt og í fyrra, er um samvinnuverkefni norrænu staðarneta UN Global Compact að ræða. Í hraðlinum fá þátttakendur þjálfun í að setja loftslagsmarkmið í samræmi við aðferðafræði Science Based Targets, tilkynna um losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt GHG bókuninni og innleiðingu aðferða til að draga úr losun. Þrjú íslensk fyrirtæki tóku þátt og luku hraðlinum í byrjun desember . Skrifstofan okkar fékk mikilvægan liðsauka í september þegar Friðsemd Sveinsdóttir hóf stör f . Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fór fram 25. september og flögguðu fyrirtæki og stofnanir fánanum til að minna á mikilvægi markmiðanna. UN Global Compact tók virkan þátt í Loftslagsviku Sameinuðu þjóðanna sem fer fram árlega. Norrænu staðarnetin stóðu fyrir sameiginlegum og vel heppnuðum viðburðum þar sem hæst ber að nefna hringborðsumræður forstjóra (Nordic CEO Roundrables). Við fjölluðum um jafnrétti og inngildingu í íslensku samfélagi á veffundinum Samfélagslega FRÁBÆR sem haldinn var í samvinnu við Kveikju , sem er hugmyndasmiðja sem vinnur í að skapa nýjar, jafnréttismiðaðar lausnir sem miða að því að bæta starfsemi fyrirtækja og stofnana til að styrkja samfélagið. Í október fór fram málstofa í samstarfi við Háskólann á Akureyri um aðlögun rekstrar að markmiðum um sjálfbæra þróun. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við HA og að efla sjálfbærni á Norðurlandi. Mannréttindamálin hafa átt hug okkar allann í nóvember og hvernig við getum stutt fyrirtæki í að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir mannréttindabrot í eigin starfsemi og í gegnum virðiskeðjuna. Haldinn var kynningarfundur á Human rights and Business Accelerator sem hefst í febrúar 2025. Sjálfbærni snýst um að taka mið af réttindum framtíðarkynslóða og því ættu fyrirtæki alltaf að setja réttindi barna í forgang. Samstarf UN Global Compact á Íslandi og UNICEF á Íslandi undirstrikar þetta og stóðum félögin fyrir sameiginlegum hádegisverðarfundi þar sem fjallað var um áhættur tengdar barnavinnu í virðiskeðjunni, ábyrgð fyrirtækja og forvarnir. Fundurinn var afar vel heppnaður og hafa íslensk fyrirtæki alla burði til að vera framúrskarandi þegar kemur að því að setja réttindi barna í forgang. Allir íslenskir þátttakendur hafa skilað framvinduskýrslu (Communication on Progress) UN Global Compact nú í lok desember . Íslensk fyrirtæki skara svo sannarlega frammúr en um er að ræða besta árangur á heimsvísu. Framvinduskýrslan er mikilvægur liður í þátttöku í UN Global Compact og því að miðla grunnupplýsingum um stöðu sjálfbærnimála (ESG) á áreiðanlegan og gagnsæjan hátt. Vel gert! Kæru þátttakendur, ráðgjafaráð og samstarfsaðilar, gleðilegt og sjálfbært nýtt ár. Við hlökkum til samstarfsins 2025!
Eftir Audur Gudmundsdóttir 20. desember 2024
Eftir Audur Gudmundsdóttir 20. desember 2024
Með skráningu er ekki farið fram á skuldbindingu um þátttöku. Skráðir fá sendar nýjustu fréttir og upplýsingar um viðburði sem valfrjálst er að mæta á. Allir fá sendar glærur og upptökur eftir hvern fund. The world's nature is in a critical state. This poses significant risks both to all companies whose business requires raw materials from nature, clean water, and pollination of plants, and to the many investors and banks that have granted loans to or invested in these companies. Therefore, it is important that companies and financial institutions worldwide become better at taking care of nature and working to reverse the nature and biodiversity crisis. For this reason, the UN Global Compact Network Denmark and Finance Denmark have set up a Nordic consultation group revolving around the recommendations of the Taskforce on Nature-related Financial Disclosures (TNFD). This Nordic group will facilitate knowledge sharing and the exchange of experiences among companies and financial institutions that want to work strategically and risk-based on nature and biodiversity and learn more about the global work performed under the auspices of TNFD. The group is recognized and directly supported by TNFD. The main objectives of the group are: Knowledge-sharing on nature and biodiversity among Nordic companies and financial institutions Updates directly from TNFD on methodologies and sector guidance Good practice examples from Early Adopters of the TNFD framework What you commit to in this group: You will receive news and updates on upcoming events, but you are not committed to participate. Everyone will receive slides and recordings after each meeting in the group. Register to the group About Taskforce on Nature-related Financial Disclosures The Taskforce on Nature-related Financial Disclosures (TNFD) has developed a set of disclosure recommendations and guidance that encourage and enable business and finance to assess, report and act on their nature-related dependencies, impacts, risks and opportunities. The recommendations and guidance will enable businesses and finance to integrate nature into decision making. Our aim is to support a shift in global financial flows away from nature-negative outcomes and toward nature-positive outcomes, aligned with the Global Biodiversity Framework. Partners of the Nordic TNFD Consultation Group: Finance Danmark Finance Finland Finance Norway The Norwegian Fund and Asset Management Association Swedish Bankers’ Association The Swedish Investment Fund Association Confederation of Danish Industry UN Global Compact Network Denmark UN Global Compact Network Norway UN Global Compact Network Sweden UN Global Compact Network Finland UN Global Compact Network Iceland
Eftir Audur Gudmundsdóttir 22. nóvember 2024
Hvenær: 26. nóvember 2024 Klukkan: 14:30 GMT Hvar: Veffundur SKRÁNING UN Global Compact Academy í samstarfi við UNFCCC bjóða upp á opinn veffund þann 26. nóvember n.k. kl. 14:30 GMT þar farið verður yfir samantekt á niðurstöðum COP29. Ráðstefna aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) eða COP29, fer nú fram í Baku, Azerbaijan dagana 11.-22. nóvember. Þar koma saman leiðtogar heimsins og helstu hagsmunaaðilar til að ræða og þróa lausnir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Á þessum veffundi munu ráðgjafar úr loftslagsaðgerðateymi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og UNFCCC, veita innsýn í helstu niðurstöður frá COP29 og gera grein fyrir forgangsröðun fyrirtækja til að flýta fyrir framförum árið 2025. Fundurinn er opinn öllum.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 4. nóvember 2024
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12. október 2024
Námskeiðin eru opin öllum að kostnaðarlausu, í gegnum rafræna akademíu UN Global Compact. Skráning I Heimasíða Sustainability Trendwatch UN Global Compact, í samstarfi við Accenture, býður upp á röð vefnámskeiða þar sem fjalla er um nýjustu þróun og nýsköpun í sjálfbærni fyrirtækja. Námskeiðin hjálpa fyrirtækjum í að taka upplýstar ákvarðanir með nýjustu þróun og tækifæri til hliðarsjónar, og ýta þannig undir vöxt og jákvæð áhrif innan sem og utan fyrirtækisins. Þátttakendur fá: Dýrmæta innsýn frá reyndum sérfræðingum og nýsköpunarfyrirtækjum, á alþjóðlegum grundvelli Að taka þátt í veffundum sem kafa ofan í nýjustu þróun og nýsköpun í fyrirtækjasjálfbærni ásamt hagnýtum ráðum og tillögum til aðgerða Innblástur, ferskar hugmyndir og áhugaverð sjónarhorn sem hvetja þátttakendur til þess að grípa strax til aðgerða til að takast á við komandi áskoranir Nú þegar er hægt að nálgast fyrstu tvö námskeiðin á UN Global Compact Akademíunni: 🤖 “How will Gen AI change sustainable business?” ⛓️‍💥 “How can business build sustainable supply chains?” Fleiri námskeið úr námskeiðaröðinni eru væntanleg.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12. október 2024
Eftir Audur Gudmundsdóttir 3. október 2024
Reglulegir veffundir um nýjar evrópskar sjálfbærnireglugerðir og tilskipanir. Næsti fundur: 16. desember 2024 Skráning The regulatory frameworks governing corporate actions in the context of sustainability and corporate responsibility issues are rapidly evolving. After a long period mainly shaped by industry self-regulation, companies now face comprehensive expectations, detailed both in soft law standards and – increasingly – hard law. The Global Compact Network Switzerland & Liechtenstein and other Global Compact Networks have formed a collaboration with ECOFACT AG to support companies in responding to regulatory change related to sustainability and corporate responsibility. The quarterly briefings on recent regulatory developments will provide information on the actions that are expected from them today, and in the near future. Join us for the webinar in which we will update you on what to expect from the European Union and from international standard setters. UNGC participants only Non-UNGC participants: by invitation only, please contact Friðsemd Sveinsdóttir, fridsemd.sveinsdottir@unglobalcompact.org
Eftir Audur Gudmundsdóttir 3. október 2024
Dagsetning: 11. nóvember 2024 Staðsetning: Baku, Abseron, Azerbaijan Nánari upplýsingar verða birtar fljótlega. Hafðu samband við Friðsemd Sveinsdóttur, fridsemd.sveinsdottir@unglobalcompact.org.
Fleiri færslur
Share by: