Climate Ambition Accelerator 2024

Audur Gudmundsdóttir • feb. 21, 2024

Flýttu framförum og settu vísindaleg loftslagsmarkmið (SBTi)


Opið fyrir skráningar í Climate Ambition Accelerator frá 21. febrúar 2024 - SKRÁNING

KYNNINGARFUNDUR
Opinn kynningarfundur um Climate Ambition Accelerator verður miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 9:00-10:00 (GMT) SKRÁNING
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Stefnir fyrirtæki þitt á að setja vísindaleg loftslagsmarkmið (e. Science Based Targets) um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Eru tæknilegar kröfur og viðmið flókin og yfirþyrmandi? 

Climate Ambition Accelerator er sex mánaða námskeið sem styður fyrirtæki til þess að setja sér vísindalega miðuð loftslagsmarkmið (Science Based Targets). Markmið námskeiðsins er að veita fyrirtækjum þá þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að samræma aðgerðir þeirra við markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu hækkun og um leið að stefna að kolefnishlutleysi árið 2050.
Þátttakendur auka þekkingu sína samhliða því að efla tengslanet og læra af öðrum þátttakendum. Þátttakendur fá enn fremur tækifæri til að vinna að eigin loftslagsgögnum og áætlunum undir leiðsögn sérfræðinga.

Ávinningur:
  • Að byggja upp loftslagsmetnað og setja stefnu um stjórnun gróðurhúsalofttegunda (GHG)
  • Að öðlast skilning á hugmyndafræði losunar gróðurhúsalofttegunda, Science Based Targets Initiative (SBTi) og Net-Zero.
  • Aðferðir til að hvetja fjárfesta, stjórnendur, starfsfólk og hluthafa til að setja markmið og uppfylla skilyrði um vísindamiðuð loftlagsmarkmið
  • Aðgangur að færustu sérfræðingum í loftslagsmálum og SBTi
  • Aðgangur að rafrænu fræðsluefni og leiðsögn í rauntíma (webinars) sem gefur þátttakendum sveigjanleika til að læra á þeim hraða sem hentar
  • Alþjóðleg sýn yfir bestu aðferðir á sviði loftslagsmála til að auka árangur og framfarir
Climate Ambition Accelerator er hannaður af UN Global Compact og miðar að því að auka trúverðugar loftslagsaðgerðir fyrirtækja af mismunandi stærðum og atvinnugreinum.

FYRIRKOMULAG
Climate Ambition Accelerator fyrir norræn fyrirtæki (e. Nordic Track) er samstarfsverkefni staðarneta UNGC á Norðurlöndunum og fer fram á ensku. 
Við leggjum áherslu á að þátttakendur fái fræðslu og þjálfun við hæfi. Þátttakendur geta valið um tvær leiðir til þess að taka þátt:

Climate Ambition Accelerator – grunnur
Er fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skerf í loftslagsaðgerðum. Þetta gætu verið smærri fyrirtæki sem hafa takmarkaða reynslu af bókhaldi um gróðurhúsalofttegundir (GHG) eða stærri fyrirtæki sem hafa ekki enn þróað fastmótaða loftslagsstefnu. Markmiðið er að efla loftslagsstarf fyrirtækja og undirbúa þau til þess að setja sér vísindaleg loftslagsmarkmið (SBTi).

Climate Ambition Accelerator – framhald
Er fyrir fyrirtæki sem eru að búa sig undir að setja sér markmið í gegnum SBTi. Hentar einnig fyrir fyrirtæki sem þegar hafa sett sér skammtímamarkmið í gegnum SBTi, en þurfa að byggja upp getu og fá stuðning til að setja sér langtímamarkmið um kolefnishlutleysi. Markmiðið er að styðja fyrirtæki til þess að setja sér nær- og/eða langtímamarkmið í gegnum SBTi.

LYKILTÍMASETNINGAR OG SKRÁNING
Climate Ambition Accelerator stendur yfir frá júní – nóvember 2024 (fyrsti fundur í júní) og samanstendur af rafrænum námskeiðum og vinnustofum í rauntíma (á zoom). 

Opnað verður fyrir umsóknir í Climate Ambition Accelerator fyrir Norðurlöndin, þriðjudaginn 21. febrúar 2024 - SKRÁNING
ATH. Íslensk fyrirtæki velja Noreg sem þátttökuland. Lokafrestur til að sækja um er 31. maí 2024.

ÞÁTTTÖKUKRÖFUR
Til að taka þátt í Climate Ambition Accelerator á Norðurlöndunum verða fyrirtæki að vera:
  • Þátttakendur í UN Global Compact með aðsetur í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi eða Svíþjóð
  • Hafa áhuga á að setja metnaðarfull markmið um minnkun losunar í takt við loftslagsvísindi á þeim hraða og í því umfangi sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
  • Vera tilbúin að tilnefna tvo fulltrúa til að taka þátt í hröðunaraðgerðum og viðburðum auk fulltrúa á framkvæmdastigi til að fylgjast með þróun og framgangi og veita stuðning. 
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Hafðu samband í tölvupósti gudmundsdottir@unglobalcompact.org eða í síma 618-1040. Nánar um að gerast aðili að UN Global Compact
Eftir Audur Gudmundsdóttir 12 Apr, 2024
Hvenær: 6. maí 2024 Klukkan: 09:00-12:00 Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Hvernig: Í eigin persónu SKRÁNING - ATH. aðilar í UN Global Compact hafa forgang í skráningu. Ef þitt fyrirtæki er ekki aðili að UNGC vinsamlega hafðu samband í tölvupósti á gudmundsdottir@unglobalcompact.org. Á þessari þriggja klst. vinnustofu verður farið yfir kröfur sjálfbærniupplýsingagjafar CSRD og tvöfaldrar mikivægisgreiningar auk ESRS staðla. Lögð verður áhersla á gagnvirkar umræður, hagnýt dæmi og verkefni. Þátttakendur vinna með raunhæf verkefni (e. exercises) þar sem þeir fá tækifæri til að beita aðferðafræði tvöfaldrar mikilvægisgreiningar í samræmi við kröfur CSRD til að vinna með ákveðna aðferðarfræði og greina áhrif, áhættu og tækifæri í virðiskeðju fyrirtækis. Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur öðlist djúpan skilning á CSRD og markmiði löggjafarinnar til að auka gagnsæi, ábyrgð og efla traust hagsmunaaðila. Auk þess sem þátttakendur eiga að vera undirbúin til þess að framkvæma tvöfalda mikilvægisgreiningu og beita þeim aðferðum sem kenndar eru. Vinnustofan er fyrir aðila sem vinna að sjálfbærnimálum innan fyrirtækja. Leiðbeinandi er Rakel Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Rambøll. Rakel vinnur sem sjálbærniráðgjafi hjá Ramboll í Stokkhólmi og hefur m.a. aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við framkvæmd á tvöfaldri mikilvægisgreiningu og undirbúning fyrir CSRD.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 07 Apr, 2024
Hvenær: 15. apríl 2024 Klukkan: 1 2:00-13:00 Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Hvernig: Í eigin persónu og í streymi. SKRÁNING Hlekkur á upptöku Umræðan um mannréttindi í viðskiptalífinu hefur verið í brennidepli auk þess sem aukin áhersla er á mannréttindi í regluverki. Á viðburði KPMG og UN Global Compact á Íslandi þann 15. apríl n.k. verður fjallað um lágmarksviðmið flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins um umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Skoðað verður hvernig lágmarksviðmið reglugerðarinnar tengjast tíu meginmarkmiðum UN Global Compact auk þess sem sérstaklega verður fjallað um lágmarksviðmið sem snúa að mannréttindum. Auk fræðsluerinda frá sérfræðingum KPMG verður fjallað um reynslu Advania af lágmarksviðmiðunum. Opið verður fyrir spurningar í lokin. Dagskrá: Lágmarksviðmið EU taxonomy og meginmarkmið UN Global Compact - Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, verkefnastjóri hjá KPMG á Íslandi. Hver eru lágmarksviðmiðin í mannréttindum? - Kristiina Kouros, forstöðumaður hjá KPMG í Finnlandi. Leiðin að lágmarksviðmiðunum - Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania. Fundarstjóri er Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 02 Apr, 2024
Dagsetning og tími: 23. apríl kl. 9-10 í fjarfundi Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum áhugasömum - hlekkur á fund SKRÁNING Á þessum veffundi verður fjallað CSRD, þar sem Rakel Guðmundsdóttir, sjálfbærniráðgjafi hjá Rambøll, mun deila reynslu og lærdómi af innleiðingu CSRD í fyrirtækjarekstur. 1. Kynning á Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) 2. Tvöföld mikilvægisgreining - hvað höfum við lært? 3. Frá tvöfaldri mikilvægisgreiningu í CSRD upplýsingagjöf - lærdómur og reynsla 4. Spurningar og spjall Að fundinum loknum eiga þátttakendur að hafa öðlast gagnlega yfirsýn í innleiðingu CSRD í rekstri fyrirtækja, mögulegar áskoranir og hvernig CSRD getur stuðlað að jákvæðum breytingum í rekstri.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 02 Apr, 2024
Þessi veffundur er samstarfsverkefni UN Global Compact á Norðurlöndunum og The Pacific Institude. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum til þátttöku og að kostnaðarlausu. Forward Faster for Water Resilience Dagsetning og tími: 23. apríl kl. 12:00-13:00 (GMT) SKRÁNING Companies that take proactive steps to better manage water use in their direct operations and supply chains stand to benefit from reduced exposure to water scarcity risks, reduced operating costs, and the creation of more resilient watersheds – in turn, supporting local communities To help companies understand how they can address their impacts on water and what types of measures they can implement to build water resilience across their operations, the UN Global Compact Networks in the Nordics and The Pacific Institute is hosting a webinar together. UN Global Compact and The Pacific Institute collaborate on a global level on the water issue within the CEO Water Mandate. Keynote speakers: Mark Cassalia, Senior Business Engagement Manager at the Pacific Institute. The webinar will also feature two company speakers talking about their current work with water action, these will be announced soon. Outcomes: Attendees will understand the business case for taking action to build water resilience. Participants are equipped with practical insights on how they can start developing a sustainable water strategy, the types of actions that can be implemented to build water resilience (focusing on direct operations), and how to disclose progress to stakeholders. Participants understand the role that the UN Global Compact’s Water Resilience Assessment Framework (WRAF) and CEO Water Mandate can play in supporting companies on their journey to building water resilience.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 02 Apr, 2024
Vefnámskeiðaröð um áskoranir fyrirtækja þegar kemur að vísindalegum loftslagsaðgerðum (e. Dilemmas in science-based climate action). Á námskeiðunum verða skoðuð helstu áskoranir, vandamál og lausnir sem leiðandi norræn fyrirtæki standa frammi fyrir þegar þau vinna að því að ná vísindalegum loftslagsmarkmiðum sínum. Vefnámskeiðaröðin er samstarfsverkefni UN Global Compact á Norðurlöndunum og opin öllum áhugasömum til þátttöku að kostnaðarlausu. Vefnámskeið 1: Product Durability and Lifetime Emissions Dilemma Dagsetning og tími: 9. apríl kl. 8:00-9:00 (GMT) SKRÁNING As part of the European Green Deal, the EU Commission is inciting companies within the Union to produce more durable and longer-lasting products with a focus on circularity. While this is a positive development, it highlights an inherent dilemma within companies producing energy-consuming products which have set ambitious climate targets. Companies which work to increase the durability of their energy-consuming products will likely see an increase in scope 3 emissions due to increased use-phase emissions (GHG Protocol, category 11), making it more difficult to reach ambitious climate targets and demonstrate climate action. In this webinar, we will outline this dilemma and how it manifests itself as concrete challenges for companies. We will also dive into possible solutions such as the potential for industry standards, novel business models, circular design, and climate action demonstrated outside of the GHG Protocol (such as avoided emissions). We will also present direct inputs to the revision of the GHG Protocol. Speakers: Fanney Frisbæk, Head of Department, Strategic Sustainability Consulting Norway, Rambøll Management Consulting Janus Kirkeby, Head of Department, Waste & Resource Management, Rambøll Sophie Sfez, Senior Sustainability Specialist, Nilfisk Vefnámskeið 2: Supplier Engagement to Cut Emissions and Increase Adoption of Greener Materials Dagsetning og tími: 10. apríl kl. 8:00-9:30 (GMT) SKRÁNING Companies that provide physical products typically exist within a long and complex value chain, with a large portion of their GHG emissions originating from their supply chain. Yet managing supply chain emissions presents an ominous challenge which calls for deliberate supplier engagement efforts. But how can suppliers be effectively engaged to reduce these emissions? In this webinar we will cover how supplier engagement can be applied to cut overall GHG emissions, as well as to increase the adoption of greener materials. Leading companies with complex supply chains will also share how they work with supplier engagement to reduce GHG emissions and implement greener materials into their products. We will also introduce the brief Supplier Engagement to Cut Emissions and Increase Adoption of Greener Materials, which covers related key challenges and suggested solutions. Speakers: Fanney Frisbæk, Head of Department, Strategic Sustainability Consulting Norway, Rambøll Management Consulting Vefnámskeið 3: Setting Forest, Land and Agriculture (FLAG) targets Dagsetning og tími: 11. apríl kl. 8:00-9:00 (GMT) SKRÁNING The forest, land and agriculture (FLAG) sectors play a crucial role in addressing climate change. Many companies will soon be expected to set targets for their emissions associated with FLAG activities. However, target setting and carbon accounting methods for FLAG sectors are still in the early stages of development, and tracking emissions in FLAG sectors is complex. In this webinar, we aim to navigate these complexities and uncertainties, providing an introduction to the challenges around setting FLAG targets and some recommendations for those companies just starting on the journey. As we step through the main sections of the Introductory Briefing, we will: Introduce key aspects of the Science Based Targets initiative’s FLAG target-setting framework, including relevance, eligibility, and methods. Discuss key challenges and provide recommendations on the following: Carbon accounting, target setting, data collection and emissions factors, value chain engagement Speakers: Shane Hughes, Director of Corporate Net Zero Services, Rambøll Management Consulting Lars Lundahl, Environmental Manager, Orkla
Eftir Audur Gudmundsdóttir 05 Mar, 2024
Dagsetning: 23. maí i2024 Tími: 11:00-11:45 Fjarfundur SKRÁNING Á þessum fundi verður fjallað um Global Compact Sameinuðu þjóðanna og hvernig Global Compact styður fyrirtæki í því að innleiða ábyrga viðskiptahætti í rekstur sinn. Fjallað verður um eftirfarandi: Ábyrgir viðskiptahættir UFS, OECD leiðbeiningar og sjálfbærni Almennt um UN Global Compact – framtíðarsýn, verkefni og tíu meginreglur UN Global Compact Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (SDGs) og Global Compact SÞ UN Global Compact & UFS staðlar – miðlun upplýsinga í gegnum CoP UN Global Compact á Íslandi – starfsemin og reynsla þátttakanda Að gerast aðili að UN Global Compact – skuldbindingar og umsóknarferli Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 03 Mar, 2024
Tímasetning: 13. mars kl. 9-10 (CET) / 8:00-9:00 GMT (ísl. tíma) Staðsetning: Webinar Skráningarfrestur: 11. mars kl. 9 (GMT) SKRÁNING Hefur þú áhuga á að vita meira um Climate Ambition Accelerator? Þá skaltu mæta á þennan kynningarfund. Fjórða árið í röð munu UN Global Compact í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð bjóða saman upp á Climate Ambition Accelerator. Á þessum kynningarfundi verður farið yfir skipulag og efnistök námskeiðsins. Í Climate Ambition Accelerator er lögð áhersla á að fyrirtæki sem taka þátt nái framförum í gegnum námið. Einnig verður farið yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar eins og tímalínu námskeiðsins, kröfur sem gerðar eru til þátttakenda, skuldbindingu og þátttökukröfur. Tilgangurinn með Climate Ambition Accelerator er að hjálpa fyrirtækjum að hraða loftslagsaðgerðum, sama hvar þau eru stödd í sinni vegferð, veita þeim þá þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að samræma aðgerðir þeirra við markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu hækkun og um leið að stefna að kolefnishlutleysi árið 2050. Námskeiðið er hannað af færustu sérfræðingum í samvinnu við SBTi og veitir aðgengi að alþjóðlegum bestu starfsvenjum, tækifærum til jafningjanáms, lotum sem eru sérstaklega hannaðar til að beita því sem er lært og þjálfun eftir þörfum. Nánari upplýsingar um Climate Ambition Accelerator má finna hér . Opnað fyrir umsóknir 21. febrúar 2024.
Eftir Audur Gudmundsdóttir 07 Feb, 2024
Norrænu staðarnet UN Global Compact standa fyrir sameiginlegum veffundi þar sem farið verður yfir niðurstöðu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2023, COP28, og til hvaða aðgerða atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að grípa til. Fundurinn fer fram þann 9. febrúar 2024 kl. 10:30-11:30 og fer fram á ensku. SKRÁNING --- Join us for a virtual lunch event that delves into the aftermath of the 2023 United Nations Climate Change Conference, COP28, and which actions are now taken by relevant actors for the Nordic region’s business sector. Hosted by the UN Global Compact local networks in Sweden, Finland, Denmark, and Norway, this event aims to provide participating companies with a comprehensive overview of COP28’s outcomes and what now needs to be done from a business perspective to tackle the pressing climate challenges. Industry leaders, policymakers, and experts will share their perspectives on COP28 outcomes and actions needed by businesses, followed by the panel discussion moderated by Sustainability Expert Mattias Goldmann. Invited key speakers are: Inga Fritzen Buan, Senior Advisor International Climate Politics, WWF Annina Tanhuanpää, Director ESG and Corporate Responsibility, OP Financial Group Anne Højer Simonsen, Deputy Director, Climate, Green transition and Energy, Danish Industry Marie Karlberg, Senior Adviser on Environment & Climate, Nordic Council of Ministers Practical information Date and time: February 9, 11:30 – 12:30 CET // 12:30 – 13:30 EET Event format: Digital Language: English Participation: Open to members of the UN Global Compact local networks co-hosting the event (Sweden, Finland, Denmark, or Norway). Registration deadline: February 8, 11:30 CET // 12:30 EET Contact: For inquiries, email: info@globalcompact.se
Eftir Audur Gudmundsdóttir 30 Jan, 2024
Vefnámskeið fyrir aðila í UN Global Compact Dagsetning og tími: 13. febrúar kl. 10-11 GMT (ath. ísl. tími) SKRÁNING About the event In September 2023, the Taskforce on Nature-related Financial Disclosures ( TNFD ) released a set of recommendations and supplementary guidance for organizations to report and address evolving nature-related issues. To support organizations in their initial steps, the Taskforce has introduced the Getting Started guide, designed to facilitate the identification, assessment, management, and disclosure of nature-related concerns. During this 1-hour webinar, hosted by the Swiss Consultation Group to the TNFD, we will explore how organizations can get started with the TNFD recommendations and initiate their journey towards better understanding nature-related dependencies, impacts, risks and opportunities. Two case studies from UBS and Novartis will provide practical insights into navigating TNFD recommendations and effectively managing nature-related considerations. Agenda: Overview on how to get started with the TNFD Practical input by Novartis Practical input by UBS Q&A and wrap- up Time & Location 13 Feb 2024, 11:00 – 12:00 (CET) Webinar
Eftir Audur Gudmundsdóttir 28 Dec, 2023
Vefnámskeiðaröð um umfang þrjú (e. Scope 3 Emissions) Fyrir mörg fyrirtæki er mæling, minnkun og skýrslugerð um losun umfangs erfiðasti þátturinn í því að ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Það er áskorun að safna traustum og nákvæmum gögnum, en mikilvægast er að skilja raunveruleg áhrif fyrirtækja á loftslagið og geta miðlað áreiðanlegum upplýsingum til viðskiptavina, fjárfesta og birgja. UN Global Compact Network UK stendur fyrir vefnámskeiðaröð í fjórum hlutum til að styðja við fyrirtæki í að safna gögnum um losunarsvið 3 á skilvirkan hátt í gegnum virðiskeðjuna. Á námskeiðunum verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta safnað gögnum um svið þrjú með því að nota ýmis verkfæri. Einnig munu fyrirtæki deila innsýn og reynslu sinni um góða starfshætti á þessu sviði. Lesa meira um námskeiðin
Fleiri færslur
Share by: