Lítil og meðalstór fyrirtæki drífa áfram atvinnusköpun, sjálfbæran hagvöxt og draga úr fátækt hér á landi sem og á heimsvísu. Þrátt fyrir það standa þau frammi fyrir flóknum áskorunum þegar kemur að innleiðingu sjálfbærni í kjarna reksturs.
SPARK fer fram í gegnum reglulegar fjarfunda-vinnustofur í rauntíma og rafræn námskeið sem þátttakendur geta sótt hvenær sem er í Akademíu UN Global Compact.
Námskeiðin taka á
helstu þáttum sjálfbærni s.s. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðgengi að grænu fjármagni, inngildingu, virðiskeðju og hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki verða að mæta vaxandi kröfum um gagnsæi þegar kemur að nýrri sjálfbærnilöggjöf.
SPARK er vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, til þess að ræða hugmyndir og lausnir við önnur fyrirtæki í sambærilegri stöðu á alþjóðavísu, byggja upp þekkingu og móta samstarf til að hraða árangri sjálfbærrar þróunar.
Í gegnum SPARK fá þátttakendur aðgang að hagnýtum verkfærum og fræðslu, drífandi tengslaneti, innsýn sérfræðinga auk þess sem lagðar eru fram tillögur til að grípa til aðgerða.
Hvers vegna að taka þátt?
Lærdómur og samvinna:
Í gegnum vinnustofur fá þátttakendur tækifæri til að skiptast á hugmyndum, deila þekkingu og lausnum við lítil og meðalstór fyrirtæki frá öðrum löndum, sem styrkir sjálfbærnismenningu í þínu fyrirtæki og markaðstækifæri í grænu hagkerfi.
Rammi utan um sjálfbærnimálin:
Aðgangur að verkfærum og upplýsingum til þess að aðlaga stefnu fyrirtækisins að tíu meginmarkmiðum UN Global Compact.
Aukinn skilningur:
Lagðar eru til aðgerðir til þess að fyrirtæki nái sjálfbærnimarkmiðum sínum. Tillögur aðgerða miðast m.a. að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, mæta auknum kröfum um gegnsæi sjálfbærniupplýsinga, innleiða Net-Zero stefnu og græna fjármögnun.
Sveigjanleiki:
Vinnustofum í gegnum í beinu streymi með reglulegu millibili og rafræn námskeið gera þátttakendum kleift að aðlaga að sinni sjálfbærnivegferð og fara í gegnum fræðsluna á eigin hraða á tíma sem hentar.
Aukin samkeppnishæfni:
Fyrirtæki sem leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri auka samkeppnishæfni sína auk þess sem það bætir ímynd og eykur líkur á samstarfi við stærri fyrirtæki sem fara í auknum mæli að kalla eftir upplýsingum frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um sjálfbærni.
Viðurkenning og sýnileiki:
Þátttakendur fá rafrænt viðurkenningarskjal frá UN Global Compact fyrir hvert lokið námskeið sem fyrirtæki geta deilt á eigin miðlum.
Hverjir geta tekið þátt?
Fyrirtæki í UN Global Compact með færri en 200 starfsmenn geta skráð sig í SPARK.
Ekki þátttakandi í UN Global Compact? Kynntu þér kosti þess
hér.